Innlent

Mánaðarfrestur geislafræðinga stendur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Geislafræðingar að störfum.
Geislafræðingar að störfum. MYND/Pjetur Sigurðsson

Kristín Þórmundsdóttir, talsmaður geislafræðinga, segir ekkert ákveðið hafa komið út úr fundi geislafræðinga sem fram fór í dag. Þeir hafi farið yfir atburðarásina hjá hjúkrunarfræðingum og í framhaldi af því verði rætt við félagsmenn.

„Okkar mánaðarfrestur stendur enn þá og það breytist ekkert í því fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudag, þá fundum við næst," svaraði Kristín spurningu um hvort frestun uppsagna geislafræðinga í einn mánuð stæði enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×