Lífið

Stórgræddu á að selja aðgöngumiða á Led Zeppelin

Mæðgurnar Hrefna Lilja og Tinna með miðann góða.
Mæðgurnar Hrefna Lilja og Tinna með miðann góða. MYND/Fréttablaðið/vilhelm
Mæðgurnar Hrefna Lilja Valsdóttir og Tinna Daníelsdóttir seldu á dögunum aðgöngumiða á Led Zeppelin tónleikana í Laugardalshöll 1970 á eBay. „Uppboðið var svo spennandi að ég gat ekkert einbeitt mér að náminu síðustu stundirnar sem á því stóð,“ segir Tinna, sem tók að sér að selja miðann fyrir mömmu. Tilboðin fóru stighækkandi þar til nafnlaus kaupandi í Bandaríkjunum hreppti bréfsnifsið á 537 dali, 75 þúsund kreppukrónur, takk fyrir.

„Þetta kemur sér þvílíkt vel,“ segir Hrefna. Hún fékk hugmyndina að sölunni þegar hún hlustaði á morgunútvarp Rásar tvö nýlega. „Þar var Ólafur Gunnarsson í viðtali um nýju bókina sína, Dimmar rósir, og var að tala um gömlu góðu dagana sem sagan gerist á, þar á meðal Led Zeppelin-tónleikana. Hann sagðist hafa verið svo vitlaus að gefa einhverri stelpu miðann sinn og sér svo eftir því núna því hægt er að fá góðan pening fyrir þessa miða. Þá sperrti ég eyrun og mundi eftir miðanum mínum í skókassa niðri í geymslu.“

Hrefna man vel eftir Led Zeppelin tónleikunum. „Ég var rosa hrifin, en það var ekkert djamm á manni enda var ég bara 14 ára og saklaus og seinþroska fermingarstelpa. Ég fór með vinkonu minni. Tinna dóttir mín varð nú hálf hneyksluð þegar ég sagði henni frá því að okkur hefði verið hleypt einum svona ungum á þessa tónleika. En það var nú ekkert tiltökumál á þessum árum.“

drgunni@frettabladid.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.