Ný virkjun á stærð við Kárahnjúkavirkjun 18. júlí 2008 13:47 Náttuverndarsamtök Íslands segja að Aloca fari fram á nýja virkun á stærð við Kárahnjúkavirkjun. Samtökin krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýra náttúruverndarstefnu fyrir Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki til að vinna eftir. Fyrr í dag sendi Alcoa frá sér tilkynningu þar sem fyrirtækið kynnir endurskoðuð drög að tillögu um matsáætlun vegna álversins á Bakka. Í þeim er gert ráð fyrir að álverið geti verið mun stærra en áður var gert ráð fyrir eða með framleiðslugetu allt frá 250 þúsund tonnum til 346 þúsund tonna á ári. Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands segir að miðað við núverandi orkukosti á Norðurlandi þýði þetta að virkja þurfi Skjálfandafljót og hugsanlega einnig Jökulsár Austari- og Vestari í Skagafirði. Samtökin kalla eftir náttúruverndarstefnu stjórnvalda sem byggi á ítrustu kröfum um náttúruvernd og er í samræmi við niðurstöður vísindasamfélagsins um lífsnauðsynlegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Tilkynning Náttúrusamtaka Íslands: Alcoa fer fram á nýja "Kárahnjúkavirkjun" Álver sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári þarfnast virkjunar af sömu stærð og Kárahnjúkavirkjun. Miðað við núverandi orkukosti á Norðurlandi þýðir þetta að til þess að áform Alcoa verði að veruleika þyrfti að virkja Skjálfandafljót og hugsanlega einnig Jökulsár Austari- og Vestari í Skagafirði. Þau virkjunaráform eru mjög umdeild, miklu umdeildari en virkjun jarðvarma á Þeistareykjum. Álver sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári losar um það bil 600 þúsund tonn af gróðurhúsalofttegundum árlega. Alcoa - sem vegur þungt í kolefnishagkerfinu - gerir nú kröfur um að íslensk stjórnvöld styðji svo kallaða geiranálgun í samningum um framhald Kyoto-bókunarinnar eftir 2012. Það þýðir að einstökum iðngeirum verði sett losunarmörk óháð landamærum. Hvorki Alcoa eða álgeirinn hefur ekki sett sér nein langtímamarkmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á alþjóðavísu. Þar vilja menn hafa frítt spil. Í þessu sambandi er rétt að minna á nú þegar er losun á hvern Íslending 17 tonn á ári sem er með því með mesta sem gerist í heiminum. Náttúruverndarsamtök Íslands krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýra náttúruverndarstefnu og mörk fyrir Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki að vinna eftir; stefnu sem byggir á ítrustu kröfum um náttúruvernd og er í samræmi við niðurstöður vísindasamfélagsins um lífsnauðsynlegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Hvorugt liggur fyrir enn. Tengdar fréttir Alcoa skoðar stærra álver á Bakka Alcoa skoðar hvort hægt sé að byggja stærra álver á Bakka við Húsavík en áður var fyrirhugað eða allt upp í þrjú hundruð fjörtíu og sex þúsund tonn. 18. júlí 2008 12:08 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Náttuverndarsamtök Íslands segja að Aloca fari fram á nýja virkun á stærð við Kárahnjúkavirkjun. Samtökin krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýra náttúruverndarstefnu fyrir Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki til að vinna eftir. Fyrr í dag sendi Alcoa frá sér tilkynningu þar sem fyrirtækið kynnir endurskoðuð drög að tillögu um matsáætlun vegna álversins á Bakka. Í þeim er gert ráð fyrir að álverið geti verið mun stærra en áður var gert ráð fyrir eða með framleiðslugetu allt frá 250 þúsund tonnum til 346 þúsund tonna á ári. Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands segir að miðað við núverandi orkukosti á Norðurlandi þýði þetta að virkja þurfi Skjálfandafljót og hugsanlega einnig Jökulsár Austari- og Vestari í Skagafirði. Samtökin kalla eftir náttúruverndarstefnu stjórnvalda sem byggi á ítrustu kröfum um náttúruvernd og er í samræmi við niðurstöður vísindasamfélagsins um lífsnauðsynlegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Tilkynning Náttúrusamtaka Íslands: Alcoa fer fram á nýja "Kárahnjúkavirkjun" Álver sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári þarfnast virkjunar af sömu stærð og Kárahnjúkavirkjun. Miðað við núverandi orkukosti á Norðurlandi þýðir þetta að til þess að áform Alcoa verði að veruleika þyrfti að virkja Skjálfandafljót og hugsanlega einnig Jökulsár Austari- og Vestari í Skagafirði. Þau virkjunaráform eru mjög umdeild, miklu umdeildari en virkjun jarðvarma á Þeistareykjum. Álver sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári losar um það bil 600 þúsund tonn af gróðurhúsalofttegundum árlega. Alcoa - sem vegur þungt í kolefnishagkerfinu - gerir nú kröfur um að íslensk stjórnvöld styðji svo kallaða geiranálgun í samningum um framhald Kyoto-bókunarinnar eftir 2012. Það þýðir að einstökum iðngeirum verði sett losunarmörk óháð landamærum. Hvorki Alcoa eða álgeirinn hefur ekki sett sér nein langtímamarkmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á alþjóðavísu. Þar vilja menn hafa frítt spil. Í þessu sambandi er rétt að minna á nú þegar er losun á hvern Íslending 17 tonn á ári sem er með því með mesta sem gerist í heiminum. Náttúruverndarsamtök Íslands krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýra náttúruverndarstefnu og mörk fyrir Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki að vinna eftir; stefnu sem byggir á ítrustu kröfum um náttúruvernd og er í samræmi við niðurstöður vísindasamfélagsins um lífsnauðsynlegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Hvorugt liggur fyrir enn.
Tengdar fréttir Alcoa skoðar stærra álver á Bakka Alcoa skoðar hvort hægt sé að byggja stærra álver á Bakka við Húsavík en áður var fyrirhugað eða allt upp í þrjú hundruð fjörtíu og sex þúsund tonn. 18. júlí 2008 12:08 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Alcoa skoðar stærra álver á Bakka Alcoa skoðar hvort hægt sé að byggja stærra álver á Bakka við Húsavík en áður var fyrirhugað eða allt upp í þrjú hundruð fjörtíu og sex þúsund tonn. 18. júlí 2008 12:08
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent