Enski boltinn

Barton fékk skilorðsbundinn dóm

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joey Barton, leikmaður Newcastle.
Joey Barton, leikmaður Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Joey Barton var í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á Ousmani Dabo, fyrrum liðsfélaga sinn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City.

Barton játaði að hafa slegið Dabo ítrekað í andlti á æfingu félagsins í maí í fyrra. Hann afplánar nú sex mánaða dóm fyrir líkamsárás sem átti sér stað í Liverpool.

City seldi Barton í kjölfarið á árásinni til Newcastle sem sendi frá sér yfirlýsingu í dag.

„Félagið mun halda viðræður við Joey og fulltrúa hans eins fljótt og auðið er. Þar til sá fundur hefur farið fram mun félagið ekki tjá sig frekar um málið."

Barton var einnig til að sinna 200 klukkustunda samfélagsskyldu og þarf að greiða Dabo þrjú þúsund pund í skaðabætur. Hann þarf einnig að bera sakarkostnað.

Dómurinn er skilorðsbundinn í tvö ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×