Erlent

11 ára drengur stunginn 40 sinnum á götu úti

Lögreglan í Frakklandi hefur hafið morðrannsókn eftir að 11 ára drengur var fundinn á götu úti með fjörtíu stungusár. Sár drengsins voru svo mörg og alvarleg að haldið var í fyrstu að villt dýr hefði ráðist á drenginn.

Ekki hefur verið gefið upp fullt nafn drengsins aðeins að hann hafi heitið Valetin. Sum stungusáranna voru meira en 10 sentimetra djúp en hann var stunginn í hálsinn, búkinn og á handleggjum. Lögreglan hefur enn engan grunaðan um ódæðið.

Valentin var í heimsókn hjá nýjum kærasta móður hans í Lagnieu sem er norðaustur af Lyon. Hann var úti að leika sér á hjóli þegar hann hvarf á mánudagskvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×