Viðskipti innlent

Hæstiréttur hafnar kröfu Saga Capital á hendur Dögg og syni

Dögg Pálsdóttir fagnaðai sigri í Hæstarétti í dag.
Dögg Pálsdóttir fagnaðai sigri í Hæstarétti í dag.

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Saga Capital gegn Insolidum, fyrirtæki í eigu Daggar Pálsdóttur, lögfræðings og varaþingmanns, og sonar hennar, Ágústs Páls Ólafssonar.

Saga Capital stefndi Insolidum þar sem mæðginin hefðu ekki svarað svokölluðu veðkalli. Insolidum keypti stofnfjárbréf í SPRON í gegnum Saga Capital í júlí á seinasta ári. Bréfin keyptu félagið fyrir tæpar 600 milljónir og Saga Capital fjármagnaði 320 milljónir af því. Eftir að gengi bréfanna í SPRON féll mikið á fyrstu mánuðum félagsins á markaði fór Saga Capital fram á svokallað veðkall, það er aukið tryggingafé vegna bréfanna. Í kjölfarið af því rifti Insolidum samningum við bankann á þeim forsendum að reglur hefðu verið brotnar í viðskiptum með bréfin.

Saga Capital fór fram á að fá öll hlutabréf í fyrirtækinu og yrði þar með réttmætur eigandi fyrirtækisins. Á það féllst Hæstiréttur ekki, meðal annars vegna þess að Saga Capital taldist ekki hafa gert viðhlítandi grein fyrir því hvaða heimild gæti staðið til þess að bankanum yrðu fengin umráð félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×