Innlent

Fjöldi fólks hjá Samhjálp og Hjálpræðishernum um jólin

Sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum eru löngu byrjaðir að undirbúa kvöldið.
Sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum eru löngu byrjaðir að undirbúa kvöldið.

Búist er við því að fleiri komi til Samhjálpar í kvöld til að halda jólin hátíðleg en dæmi eru um. Vilhjálmur Jóhannsson, hjá Samhjálp, segist finna fyrir því að farið sé að kreppa að hjá mörgum. Þörfin sé að aukast fyrir hjálp í samfélaginu og að það þurfi mikla orku til að taka á móti öllu því fólki sem komi og þiggi þjónustu Samhjálpar. En Vilhjálmur segir jafnframt að margir séu tilbúnir til að aðstoða fyrir jólin. Þeir sem séu aflögufærir fyrir jólin gefi af sér. Kaffistofan hjá Samhjálp opnar klukkan tíu alla daga.

Hjá Hjálpræðishernum er búist við að um 150 manns snæði jólakvöldverð í kvöld. Anna Marie Reinholdtsen, hjá Hjálpræðishernum, segir að það sé mjög breiðleitur hópur sem komi. Fólk sem á engin heimili en líka fólk sem á heimili en er einmana. Það verður opið hús hjá Hjálpræðishernum og allir velkomnir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×