Innlent

Sjö tilkynningar um innbrot um helgina

Sjö tilkynningar um innbrot um verslunarmannahelgina hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, voru innbrotin ekki bundin við eitt bæjarfélag fremur en annað og þá virðist sem ekki hafi miklu verið stolið á umræddum heimilum.

Aðspurður segist Friðrik ekki hafa samanburð við síðustu ár á hraðbergi en telja megi líklegt að innbrot hafi verið með minnsta móti þessa helgi. Eins og jafnan þegar fjölmargir eru á faraldsfæti var lögreglan með sérstakt eftirlit í öllum hverfum og var notast við bæði merkta og ómerkta bíla við eftirlitið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×