Innlent

Töluvert um stöðvunarbrot í miðborginni

Töluvert er um stöðvunarbrot í miðborginni og þar eiga ekki síst í hlut ökumenn flutningabíla sem stundum virða ekki umferðarlög en í þeim segir meðal annars að lagning eða stöðvun ökutækis á gangstétt sé óheimil.

Lögreglu berast margar tilkynningar af þessu tagi og þá einkum frá gangandi vegfarendum sem eiga erfitt með að komast leiðar sinnar. Lögreglan segir að iðulega beri ökumenn, sem afskipti eru höfð af vegna þessa, við kunnáttuleysi á umferðarlögum.

Lögregla vekur athygli á að vöruafgreiðsla á Laugavegi er heimil frá 8-12. Engu að síður kjósi margir að keyra út vörur til fyrirtækja á Laugavegi á öðrum tíma og virði þar með ekki reglur sem gilda um vöruafgreiðslu á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×