Innlent

Um 150 manns í mat hjá Hjálpræðishernum

Um hundrað og fimmtíu manns borðuðu jólamatinn hjá Hjálpræðishernum í gærkvöldi.

Anna Marie yfirforingi hjá hernum sagði í samtali við fréttastofu að mikil stemming hafi myndast og allir skemmt sér vel.

Sautján gistu í gistiskýlinu í Þingholtsstræti í nótt, þar er pláss fyrir tuttugu og fengu því allir gistingu sem vildu. Í Konukoti gisti ein kona sem er nokkuð færra en venjulega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×