Gunnar kærður fyrir að særa blygðunarsemi 6. maí 2008 08:30 Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur Selfosskirkju. Í kæru stúlknanna tveggja á Selfossi er ekki kært fyrir kynferðislega misnotkun eða áreitni, heldur byggist kæran á 209. grein laga nr. 19/1940 þar sem vitnað er til særðrar blygðunarsemi að sögn Sigurðar Þ. Jónssonar, lögmanns séra Gunnars Björnssonar. Sigurður telur að í kærunni sé vitnað til blygðunarsemi en alls ekki fyrir kynferðislega misnotkun eða kynferðislega áreitni. „Það er af og frá að séra Gunnar sé kærður fyrir eitthvað sem varðar kynferðisbrot, heldur er kært á grundvelli þess að um særða blygðunarsemi sé að ræða eins og segir í 209.gr. almennra hegningarlaga. Það er langur vegur frá misnotkun eða kynferðislegri áreitni eins og margir virðast hafa misskilið þegar fjallað hefur verið um þær kærur sem lagðar eru fram á hendur Gunnari af stúlkunum tveimur.“ Sigurður segist hafa verið viðstaddur yfirheyrslur lögreglu yfir séra Gunnari og þar hafi ekkert komið fram sem benti til nokkurs sem nefna mætti kynferðislegt fremur en áreitni af nokkru tagi. Séra Gunnar hafi verið grunlaus með öllu um að hann hafi á nokkurn hátt gerst brotlegur við lög með því að eiga hlýleg samskipti við sóknarbörn sín, að sögn Sigurðar, sem hvetur menn til að stíga varlega til jarðar í þessu máli. Það sé á engan hátt eins alvarlegt eins og einhverjir vilji halda fram. „Mín skoðun er að unglingstúlkur eigi afskaplega erfitt með að gera sér grein fyrir hvar mörkin liggja í þessum efnum.“ Hann bendir á umræðu um þessi mál undanfarin ár og segir að meðal femínista hafi verið haldið úti háværum umræðum samfara miklum áróðri sem einkennst hefur að miklu leyti að því að karlmenn kunni að vera úlfar í sauðgæru sýni þeir á einhvern hátt umhyggju eða áhuga á viðkomandi. „Umfjöllun fjölmiðla jafnt sem það viðhorf sem kvikmyndir túlka varpar afar mismunandi sýn á þessa hluti og út frá mismunandi viðmiði. Því er afskaplega auðvelt fyrir áhrifagjarna og óharðnaða unglinga að mistúlka hlýju og umhyggju frá öðrum en þeim sem eru bundnir þeim fjölskylduböndum," segir Sigurður Þ. Jónsson lögmaður séra Gunnars Björnssonar. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Í kæru stúlknanna tveggja á Selfossi er ekki kært fyrir kynferðislega misnotkun eða áreitni, heldur byggist kæran á 209. grein laga nr. 19/1940 þar sem vitnað er til særðrar blygðunarsemi að sögn Sigurðar Þ. Jónssonar, lögmanns séra Gunnars Björnssonar. Sigurður telur að í kærunni sé vitnað til blygðunarsemi en alls ekki fyrir kynferðislega misnotkun eða kynferðislega áreitni. „Það er af og frá að séra Gunnar sé kærður fyrir eitthvað sem varðar kynferðisbrot, heldur er kært á grundvelli þess að um særða blygðunarsemi sé að ræða eins og segir í 209.gr. almennra hegningarlaga. Það er langur vegur frá misnotkun eða kynferðislegri áreitni eins og margir virðast hafa misskilið þegar fjallað hefur verið um þær kærur sem lagðar eru fram á hendur Gunnari af stúlkunum tveimur.“ Sigurður segist hafa verið viðstaddur yfirheyrslur lögreglu yfir séra Gunnari og þar hafi ekkert komið fram sem benti til nokkurs sem nefna mætti kynferðislegt fremur en áreitni af nokkru tagi. Séra Gunnar hafi verið grunlaus með öllu um að hann hafi á nokkurn hátt gerst brotlegur við lög með því að eiga hlýleg samskipti við sóknarbörn sín, að sögn Sigurðar, sem hvetur menn til að stíga varlega til jarðar í þessu máli. Það sé á engan hátt eins alvarlegt eins og einhverjir vilji halda fram. „Mín skoðun er að unglingstúlkur eigi afskaplega erfitt með að gera sér grein fyrir hvar mörkin liggja í þessum efnum.“ Hann bendir á umræðu um þessi mál undanfarin ár og segir að meðal femínista hafi verið haldið úti háværum umræðum samfara miklum áróðri sem einkennst hefur að miklu leyti að því að karlmenn kunni að vera úlfar í sauðgæru sýni þeir á einhvern hátt umhyggju eða áhuga á viðkomandi. „Umfjöllun fjölmiðla jafnt sem það viðhorf sem kvikmyndir túlka varpar afar mismunandi sýn á þessa hluti og út frá mismunandi viðmiði. Því er afskaplega auðvelt fyrir áhrifagjarna og óharðnaða unglinga að mistúlka hlýju og umhyggju frá öðrum en þeim sem eru bundnir þeim fjölskylduböndum," segir Sigurður Þ. Jónsson lögmaður séra Gunnars Björnssonar.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira