Innlent

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um nærri fimm prósent

MYND/Anton

Samtals komu 233 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrstu fjórum mánuðum ársins samanborið við 222 þúsund farþega á sama tíma í fyrra. Samkvæmt Hagstofu Íslands er þetta nærri fimm prósenta aukning.

Síðastliðna 12 mánuði, til loka apríl, komu 957 þúsund farþegar til landsins og er það 7,6 prósenta aukning frá 12 mánuðum þar á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×