Innlent

Stakk kærastann og fleygði sér í sjóinn

Deilum pars á Suðurgötu í Hafnarfirði í morgun lyktaði með því að konan stakk karlinn og flýði svo af vettvangi.

Konan hljóp niður að höfn og fleygði sér í sjóinn en var þó komin upp úr aftur þegar lögreglu bara að. Að sögn lögreglunnar var hún í mjög annarlegu ástandi, að líkindum vegna lyfja og fíkniefna, og var hún flutt á sjúkrahús til rannsóknar.

Kærastinn reyndist hins vegar ekki hafa meiðst mikið en málið er litið alvarlegum augum enda um hnífstunguárás að ræða.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×