Innlent

Tók trúnaðargögn og farinn í frí

SB skrifar
Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Rei. Í fríi úti á landi - kannski á jeppanum frá Rei?
Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Rei. Í fríi úti á landi - kannski á jeppanum frá Rei?

Ekki næst í Guðmund Þóroddson, fyrrverandi forstjóra Orkuveitunnar, sem tók með sér marga kassa af trúnaðargögnum þegar hann lét af störfum og neitar að skila jeppa frá fyrirtækinu. Barnfóstra hans segir Guðmund í fríi úti á landi.

Guðmundur lét af störfum í lok maí. Rúv greindi frá því í kvöldfréttum sínum að hann hefði tekið með sér marga kassa af trúnaðarupplýsingum úr skjalageymslu Orkuveitunnar skömmu fyrir starfslok.

Vísir ræddi við Kjartan Magnússon, stjórnarformann Rei, sem vildi ekkert tjá sig um málið. Samstarfsmenn Guðmundar furða sig á athæfinu en hann fékk frest til loka dags að skila gögnunum ásamt jeppa sem hann fékk frá fyrirtækinu.

Varla munu gögnin skila sér í hús því Guðmundur er sem stendur í fríi úti á landi ásamt konu sinni. Barnfóstra Guðmundar sagði að þau vildu ekki láta ná í sig en kæmu í bæinn á föstudaginn.

Í gögnunum sem Guðmundur tók frá Rei eru fundargerðir sem innihalda viðkvæmar upplýsingar. Miðað við stöðuna í málinu í kvöld er líklegt að Rei þurfi að fara dómsleiðina að því að fá gögnin afhent.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×