Fréttamenn staðfesta aðgangshindranir yfirvalda á Skaga 27. júní 2008 15:32 Arna Schram, formaður BÍ. Deilur Þórunnar Sveinbjarnardóttur og Blaðamannafélags Íslands vegna ísbjarnarmálsins á Hrauni á Skaga halda áfram. Nú fullyrðir formaður Blaðamannafélagsins, Arna Schram, að fréttamenn á staðnum staðfesti að yfirvöld hafi takmarkað aðgang þeirra að birninum eftir að hann var skotinn.„Það gerði lögreglan, að beiðni Umhverfisstofnunar, meðal annars með því að leggja bíl sínum þvert á þjóðveginn og hindra þannig störf fréttamanna á vettvangi. Eftir mótmæli fréttamanna var hins vegar fallist á stutta myndatöku" segir í tilkynningu Arna. Í yfirlýsingu Örnu segir enn fremur að þessar staðreyndir sýni að ekkert mark sé takandi á yfirlýsingu umhverfisráðuneytisins sem send var fjölmiðlum í gær. Þar furðaði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sig á því að Blaðamannafélagið hefði haldið því fram að aðgangur að dýrinu hefði verið takmarkaður. Þeir hafi fengið að mynda dýrið eftir að nauðsynlegir sýnatöku lauk.„Ekkert hefur komið fram sem sýnir fram á nauðsyn þess að halda fréttamönnum frá, með lögregluvaldi, í rúmlega kílómetra fjarlægð á meðan sýnatökur úr dýrinu fóru fram. Aðgerðirnar fólu í sér ritskoðun sem gengur gegn tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar," segir Arna og bætir við: „Sjálfur umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, staðfesti þetta í hádegisviðtali Stöðvar 2 í síðustu viku. Þar sagði hún að vilji hefði staðið til þess að tryggja með öllum ráðum að ekki yrðu sendar út myndir "sem gæfu kannski skilaboð sem við vildum alls ekki gefa við þessar aðstæður," eins og hún orðaði það."Blaðamannafélagið ítrekar enn fremur mótmæli sín og hvetur ráðuneytið, Umhverfisstofnun og lögreglu til að leita leiða til að koma í veg fyrir að umræddar aðgerðir endurtaki sig. Tengdar fréttir BÍ sakar stjórnvöld um tilraun til ritskoðunar í ísbjarnarmáli Blaðamannafélag Íslands harmar að yfirvöld skyldu hafa takmarkað aðgang fréttamanna að ísbjarnarhræinu við Hraun á Skaga í síðustu viku. 25. júní 2008 14:01 Þórunn furðar sig á ályktun BÍ Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra furðar sig á því að Blaðamannafélag Íslands skuli saka hana um ritskoðun frétta og að félagið skuli álykta sérstaklega um myndatökur af hræi hvítabjarnar sem felldur var við bæinn Hraun á Skaga í síðustu viku. Blaðamannafélagið gagnrýndi yfirvöld í gær fyrir að takmarka aðgang fréttamanna að ísbjarnarhræinu og sagði það ekki í verkahring yfirvalda að ákveða hvað væri myndað og hvað sagt. 26. júní 2008 12:01 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Sjá meira
Deilur Þórunnar Sveinbjarnardóttur og Blaðamannafélags Íslands vegna ísbjarnarmálsins á Hrauni á Skaga halda áfram. Nú fullyrðir formaður Blaðamannafélagsins, Arna Schram, að fréttamenn á staðnum staðfesti að yfirvöld hafi takmarkað aðgang þeirra að birninum eftir að hann var skotinn.„Það gerði lögreglan, að beiðni Umhverfisstofnunar, meðal annars með því að leggja bíl sínum þvert á þjóðveginn og hindra þannig störf fréttamanna á vettvangi. Eftir mótmæli fréttamanna var hins vegar fallist á stutta myndatöku" segir í tilkynningu Arna. Í yfirlýsingu Örnu segir enn fremur að þessar staðreyndir sýni að ekkert mark sé takandi á yfirlýsingu umhverfisráðuneytisins sem send var fjölmiðlum í gær. Þar furðaði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sig á því að Blaðamannafélagið hefði haldið því fram að aðgangur að dýrinu hefði verið takmarkaður. Þeir hafi fengið að mynda dýrið eftir að nauðsynlegir sýnatöku lauk.„Ekkert hefur komið fram sem sýnir fram á nauðsyn þess að halda fréttamönnum frá, með lögregluvaldi, í rúmlega kílómetra fjarlægð á meðan sýnatökur úr dýrinu fóru fram. Aðgerðirnar fólu í sér ritskoðun sem gengur gegn tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar," segir Arna og bætir við: „Sjálfur umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, staðfesti þetta í hádegisviðtali Stöðvar 2 í síðustu viku. Þar sagði hún að vilji hefði staðið til þess að tryggja með öllum ráðum að ekki yrðu sendar út myndir "sem gæfu kannski skilaboð sem við vildum alls ekki gefa við þessar aðstæður," eins og hún orðaði það."Blaðamannafélagið ítrekar enn fremur mótmæli sín og hvetur ráðuneytið, Umhverfisstofnun og lögreglu til að leita leiða til að koma í veg fyrir að umræddar aðgerðir endurtaki sig.
Tengdar fréttir BÍ sakar stjórnvöld um tilraun til ritskoðunar í ísbjarnarmáli Blaðamannafélag Íslands harmar að yfirvöld skyldu hafa takmarkað aðgang fréttamanna að ísbjarnarhræinu við Hraun á Skaga í síðustu viku. 25. júní 2008 14:01 Þórunn furðar sig á ályktun BÍ Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra furðar sig á því að Blaðamannafélag Íslands skuli saka hana um ritskoðun frétta og að félagið skuli álykta sérstaklega um myndatökur af hræi hvítabjarnar sem felldur var við bæinn Hraun á Skaga í síðustu viku. Blaðamannafélagið gagnrýndi yfirvöld í gær fyrir að takmarka aðgang fréttamanna að ísbjarnarhræinu og sagði það ekki í verkahring yfirvalda að ákveða hvað væri myndað og hvað sagt. 26. júní 2008 12:01 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Sjá meira
BÍ sakar stjórnvöld um tilraun til ritskoðunar í ísbjarnarmáli Blaðamannafélag Íslands harmar að yfirvöld skyldu hafa takmarkað aðgang fréttamanna að ísbjarnarhræinu við Hraun á Skaga í síðustu viku. 25. júní 2008 14:01
Þórunn furðar sig á ályktun BÍ Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra furðar sig á því að Blaðamannafélag Íslands skuli saka hana um ritskoðun frétta og að félagið skuli álykta sérstaklega um myndatökur af hræi hvítabjarnar sem felldur var við bæinn Hraun á Skaga í síðustu viku. Blaðamannafélagið gagnrýndi yfirvöld í gær fyrir að takmarka aðgang fréttamanna að ísbjarnarhræinu og sagði það ekki í verkahring yfirvalda að ákveða hvað væri myndað og hvað sagt. 26. júní 2008 12:01