Innlent

Flug komið í eðlilegt horf

Flug er svo gott sem komið í eðlilegt horf eftir aðgerðir flugumferðarstjóra. Aðgerðir flugumferðarstjóra stóðu í rúmar tvær klukkustundir.

Á meðan á aðgerðum stóð lá innanlandsflug niðri. Það er nú komið í eðlilegt horf samkvæmt upplýsingum frá vaktstjóra hjá Flugfélagi Íslands. Fjöldi farþega var samankominn í Leifsstöð í morgun, en að sögn starfsmanns þar gekk allt vel fyrir sig og viðmót farþega gott.

Daninn Morten Degnemark var einn þeirra sem lenti í töfum. Hann segir að aðgerðir flugumferðarstjóra hafi komið illa við sig. Hann hafi verið á leið frá Bandaríkjunum til Danmerkur með tvö börn og þetta hafi verið óþægilegt. Nokkrum sinnum hafi verið tilkynnt um frestun, en ekki staðist.

Allar morgunvélar eru farnar frá landinu og ekki er búist við að nema háltíma til 45 mínútna tafir verið í dag og að flug verði samkvæmt áætlun á morgun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×