Innlent

Björn segist hafa orðið fyrir árásum vegna máls Paul Ramses

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist hafa orðið fyrir árásum vegna máls flóttamannsins Paul Ramsem. Þetta kemur fram á bloggi Björns en hann skrifaði um málið í gærkvöldi.

Þar segir Björn meðal annars:

Þegar ég lít yfir umræður undanfarna daga, kemur mér mest á óvart, hvers vegna þeir, sem telja sig vera að verja málstað Pauls Ramses kjósa að gera það með svo miklum og mörgum ósannindum. Ég hvet þá eindregið til að vanda málflutning sinn meira og hafa það, sem sannara reynist.

Björn segir einnig:

Um nokkurra daga skeið hefur verið ráðist að mér, eins og ég hefði tekið þessa ákvörðun útlendingastofnunar. Er það jafnrakalaust og svo margt annað, sem um þetta mál hefur verið sagt á opinberum vettvangi.

Blogg Björns má sjá hér










Fleiri fréttir

Sjá meira


×