Erlent

Myndir berast frá Mars

Fönix, ómannað geimfar Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, lenti á Mars á miðnætti í nótt. Fönix var sjö mínútur að lenda frá því farið fór inn í lofthjúp plánetunnar og vísindamönnum létti mjög þegar í ljós kom að það hafði komið óskaddað niður.

Myndir fóru síðan að berast til jarðar frá geimfarinu tveimur klukkustundum síðar. Lendingarstaðurinn er á svipuðum stað á Mars og Ísland er á jörðinni. Þarna grunar vísindamenn að sé að finna klaka nálægt yfirborðinu. Þar sem vatn finnst er einnig hugsanlegt að fyrirfinnist ummerki um líf og þetta á Fönix að rannsaka á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×