Innlent

Borgarstjóri fagnar niðurstöðum skoðanakönnunarinnar

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri.
Ólafur F. Magnússon borgarstjóri.

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri í Reykjavík, fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Könnunin sýnir að tæplega 60 prósent Reykvíkinga vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.

Ólafur F. Magnússon segist ávallt hafa verið fylgjandi því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Skoðanakönnunin sýni að sjónarmið borgarstjóra í flugvallarmálinu njóti fylgis meirihluta Reykvíkinga.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×