Erlent

Níu létust á Sri Lanka

Sprengja sprakk í troðfullri farþegalest rétt fyrir utan Colombo, höfuðborg Sri Lanka í dag. Níu létust og 72 særðust.

Þá þegar höfðu þrjár sprengjur fundist víðs vegar um borgina sem talið er að hryðjuverkamenn Tamíl Tígra hafi komið fyrir og ætlað að sprengja.

Tamíl Tígrar svöruðu með því að segja að yfirvöld á Sri Lanka hafi banað ungabarni og sautján ára stúlku í sprengjuárás um helgina.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×