Innlent

Skora á Sigurjón til formennsku

Stjórn kjördæmafélags Frjálslynda flokksins í Reykjavík-norður skorar á Sigurjón Þórðarson fyrrverandi alþingismann að gefa kost á sér til formennsku í flokknum á landsþingi flokksins í janúar.

Í tilkynningu frá félalginu segir að engum sé betur treystandi til að taka með röggsemi á vandamálum flokksins og sameina krafta til sóknar. Áður hefur stjórn flokksins í Eyjafirði skorað á Sigurjón að gefa kost á sér til formennsku, en Guðjón Arnar Kristjánsson formaður hefur ekki gefið til kynna að hann ætli að láta af formennskunni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×