Innlent

Tvö umferðarslys á Akureyri í gær

Lögregla og sjúkralið á Akureyri fengu tilkynningu um að ekið hefði verið á barn um sjöleytið í gær. Í ljós kom að bifreið hafði verið ekið út af bifreiðastæði við Kaupvangsstræti og í veg fyrir 8 ára dreng á reiðhjóli sem að lenti utan í bifreiðinni. Drengurinn kvartaði undan eymslum í fæti. Hann var færður á slysadeild til skoðunar.

Þá var tilkynnt um umferðarslys á Drottningarbraut á Akureyri um níu leytið í gærkvöldi en þar var bifreið ekið á ljósastaur. Ökumaður sem var einn í bifreiðinni kvartaði undan meiðslum í hálsi og baki. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Bifreiðin er talin ónýt.

Mikill fjöldi var í miðbæ Akureyrar í nótt og töluverður erill hjá lögreglumönnum en þó gekk allt stór áfallalaust fyrir sig. Einnig var töluvert af fólki saman komið við skemmtanahald á Dalvík og Ólafsfirði í nótt en nokkur ættarmót og samkomur voru haldin þar og fór það að mestu vel fram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×