Innlent

Landsmóti hestamanna lýkur í dag

Verðlaunaafhending eftir A-úrslit í ungmennaflokki. Grettir Jónasson var sigurvegari á Gusti frá Lækjarbakka.
Verðlaunaafhending eftir A-úrslit í ungmennaflokki. Grettir Jónasson var sigurvegari á Gusti frá Lækjarbakka.

Úrslit í öllum flokkum á Landsmóti hestamanna fara fram á lokadegi mótsins í dag og er þétt setið í áhorfendabrekkunni. Milli 13 þúsund og 14 þúsund manns eru nú á Gaddstaðaflötum á Hellu þar sem Landsmótið fer fram og eru mótshaldarar ánægðir með keppnishaldið.

Í tilkynningu frá mótshöldurum er haft eftir Kjartani Þorkelssyni, sýslumanni á Hvolsvelli, að löggæsluyfirvöld séu afar ánægð með gang mála og hversu mótshaldið hafi farið vel fram miðað við þann mikla mannfjölda sem þar er samankominn. Sýslumaðurinn vill koma því á framfæri að búast megi við miklum umferðaþunga þegar líður á daginn og biður fólk um að gefa sér tíma og fara varlega í umferðinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×