Sport

Fjórar sveitir syntu undir gamla heimsmetinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Það vantar ekki heimsmetin í sundkeppni Ólympíuleikanna.
Það vantar ekki heimsmetin í sundkeppni Ólympíuleikanna.
Síðasta úrslitasund næturinnar á Ólympíuleikunum í Peking var 4x200 metra skriðsund kvenna. Miklar hræringar voru í sundinu, spennan í hámarki og mikið jafnræði lengst af.

Ástralska sveitin náði góðri forystu undir lokin og tryggði sér sigurinn á 7:44,31 mínútum sem er veruleg bæting á heimsmeti. Kína hafnaði í öðru sætinu og Bandaríkin í því þriðja. Fjórar fyrstu sveitirnar syntu undir gamla heimsmetinu.

Stephanie Rice, Bronte Barratt, Kylie Palmer og Linda Mackenzie skipuðu sigursveit Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×