Erlent

Tókst að vinna gegn myndun stöðuvatns í Kína

MYND/AP

Verkfræðingum kínverska hersins hefur tekist að grafa skurð út frá stöðuvatni sem varð til þegar árfarvegur stíflaðist í jarðskjálftunum fyrir tveimur vikum.

Mikil hætta var talin á að vatnið brytist fram með alvarlegum afleiðingum fyrir um eitt hundrað þúsund manns á svæðunum fyrir neðan. Vatn er nú farið að seitla niður skurðinn. Stöðuvatnið er því hætt að hækka og smám saman dregur úr þrýstingnum á stífluna.

Verkfræðingar hafa þó áhyggjur af miklum rigningum sem spáð er í Sichuan-héraði á næstu dögum. Þær geta auðveldlega valdið aurskriðum og frekari stíflum í ánni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×