Innlent

Tólf hundruð manns styðja Ramses

Paul Ramses.
Paul Ramses.

Rúmlega 12 hundruð manns hafa sett nafn sitt á undirskriftarlista sem stofnaður hefur verið til stuðnings Keníamannsins Paul Ramses sem vísað var úr landi í fyrradag.

Paul Ramses er nú staddur í Róm á Ítalíu þar sem hann dvelur á gistiheimili fyrir flóttamenn. Mál hans verður tekið fyrir hjá lögregluyfirvöldum snemma í fyrramálið en búist er við að hann dvelji á Ítalíu næstu þrjár vikur.

Hátt í hundrað manns mættu fyrir utan dómsmálaráðuneytið síðastliðinn föstudag til að mótmæla því að Útlendingastofnun fjallaði ekki um mál hans. Þá mættu fjörutíu manns fyrir utan ráðuneytið í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×