Innlent

Lopapeysuball á Írskum dögum

Fjölmenni er á Akranesi þessa helgina. Mynd/ Skessuhorn.
Fjölmenni er á Akranesi þessa helgina. Mynd/ Skessuhorn.

Nokkur þúsund voru saman komin á hafnarsvæðinu á Akranesi í gærkvöldi, þar sem fram fór lopapeysuball, á Írskum dögum sem haldnir eru í bænum nú um helgina.

Að sögn lögreglu gekk allt stórslysalaust fyrir sig enda var öflugt gæslulið að störfum, bæði frá lögreglu og hjálparsveitum. Lögreglan á Akranesi segir að skilyrði sem bærinn hafi sett varðandi 23 ára aldurstakmörk á tjaldstæðum hafi ráðið miklu um það hversu vel hafi tekist til um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×