Innlent

Þjóðvegir á Vestfjörðum lokaðir vegna ófærðar

Þjóðvegir frá helstu byggðum Vestfjarða til annarra landshluta eru lokaðir þar sem bæði Steingrímsfjarðarheiði og Klettsháls eru ófær, samkvæmt upplýsingum Vegagerðar.

Snjómokstur stendur þó yfir. Þá er einnig ófært um Eyrarfjall. Snjóþekja er á vegum í Ísafjarðardjúpi og hálkublettir í nágrenni Ísafjarðar. Á Norðurlandi eru hálkublettir og éljagangur á Öxnadalsheiði og snjóþekja á Þverárfalli og Víkurskarði.

Hálkublettir eru á Vatnsskarði og Siglufjarðarvegi og Lágheiðin er ófær. Á Norðaustur- og Austurlandi eru snjóþekja á milli Húsavíkur og Mývatns, hálkublettir á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.

Snjóþekja er á Vopnafjarðarheiði og Vatnsskarði eystra. Hálkublettir á Breiðdalsheiði og ófært er um Öxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×