Innlent

Guðni Ágústsson vill dýpka Evrópuumræðuna

Guðni Ágústson formaður Framsóknarflokksins segir að Evrópumálin og hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu séu nú rædd með þeim hætti að ekkert er mikilvægara en að dýpka þá umræðu og fara dýpra í saumana á kostum og göllum aðildar.

Þetta kom fram í ræðu sem Guðni hélt á miðstjórnarfundi flokksins í dag. Hann ræddi einnig um að aðild að Evrópusambandi krefðist þess að breytingar yrðu gerðar á stjórnarskránni. Hann telur því mikilvægt að ráðist verði í nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni og ætti þeim að geta verið lokið í lok þessa kjörtímabils eða árið 2011 í síðasta lagi.

Guðni ræddi einnig um hvernig standa ætti að þjóðaratkvæðagreiðslum um þetta mál. Það væri alveg kristaltært að íslenska þjóðin þyrfti að úrskurða um svo stórt atriði. Það er bæði hvort fara ætti í aðildarviðræður sem og samþykkt eða synjun aðildar að loknum aðildarviðræðunum.

Því þyrfti að setja í stjórnarskrá og sem lög á alþingi hvernig standa ætti að þjóðaratkvæðagreiðslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×