Innlent

Lögreglan slökkti á listaverki í nótt vegna hávaða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lét í nótt slökkva á hljóðskúlptúr við Listaháskóla Íslands, þar sem hermt var eftir bænakalli múslima, eftir ítrekaðar kvartanir frá nágrönnum skólans.

Hljóðskúlptúrinn Gangið til bæna er eftir Þórarinn Inga Jónsson, myndlistarnema. Verkinu er komið fyrir á svölum Listaháskólans við Skipholt en um er að ræða upptöku af bænakalli múslima.

Skúlptúrinn byrjaði fyrst að óma í síðdegis í gær og síðan aftur klukkan fimm í morgun. Leika átti upptökuna fimm sinnum á dag í eina viku.

Lögreglunni bárust strax í gær fjölmargar kvartanir frá íbúum í nágrenni Listaskólans vegna hávaða.

Í nótt lét lögreglan loks til skara skríða og var starfsmaður skólans ræstur út til að slökkva á verkinu þar sem það þótti raska næturró fólks.

Ekki liggur fyrir hvort kveikt verður á verkinu aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×