Innlent

Hátt í níutíu sóttu um inngöngu í Lögregluskólann

Hátt í nítíu manns sóttu um skólavist í Lögregluskóla ríkisins fyrir næsta skólaár en umsóknarfrestur rann út á fimmtudaginn.

Þar af voru 56 karlar og 30 konur. Meðalaldur umsækjenda er rúmlega 25 ár og koma flestir frá höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá lögregluskólanum.

Umsóknirnar verða allar metnar en valnefnd skólans fundar í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×