Innlent

Hjón með tvö lítil börn í bílveltu

Rétt fyrir kl. 18:00 varð bílvelta á Reykjanesbrautinni á Stapa. Þar missti ökumaður stjórn á bifreið sinni við framúrakstur og fór eina veltu og hafnaði á toppnum.

Fernt var í bifreiðinni hjón með tvö börn 3 og 4 ára gömul. Börnin virtust hafa sloppið við meiðsli en einhver meiðsli voru á foreldrunum. Öll voru þau flutt með sjúkrabifreið á Landsspítalann í Fossvogi til skoðunar. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með kranabifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×