Lífið

Fýkur yfir Bollywood-hæðir

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Natalie Portman í hlutverki sínu sem Catherine í vestrænu útgáfunni.
Natalie Portman í hlutverki sínu sem Catherine í vestrænu útgáfunni. MYND/Lightscamerahistory.com

Hin rómantíska skáldsaga Emily Bronte, Fýkur yfir hæðir, verður innan tíðar viðfangsefni Bollywood-söngvamyndar en Bollywood er hin indverska hliðstæða ameríska Hollywood og hefur indverska kvikmyndaiðnaðinum vaxið mjög fiskur um hrygg undanfarin ár.

Indverjar eru vel meðvitaðir um að meðhöndla þarf ástarsögu Katrínar og Heatcliffs rétt og segja fulla virðingu verða borna fyrir því sjónarmiði. Bókin kom fyrst út árið 1847 og var sögusviðið Yorkshire á Englandi en verður nú eyðimörkin í Rajastan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.