Innlent

Franskar herþotur farnar af landi brott

Frönsku herþoturnar sem gætt hafa loftrýmisins yfir Íslandi hafa lokið verkefnum sínum og héldu af landi brott í morgun.

Þoturnar, sem voru fjórar talsins, komu til landsins í byrjun maí og með þeim rúmlega 100 manna fylgdarlið sem fer til síns heima á sunnudag. Auk þess að sinna eftirliti í loftrýminu æfðu þoturnar aðflug að varaflugvöllum.

Í lok ágúst er von á bandarískri flugsveit ásamt 100 manna fylgdarliði, en hún mun gæta loftrýmisins fyrstu þrjár vikurnar í september. Kostnaður við komu frönsku herþotnanna nam um 100 milljónum króna sem er innan ramma fjárlaga.








Tengdar fréttir

Franskar herþotur æra Keflvíkinga

Íbúar í Reykjanesbæ hafa kvartað til bæjarfélagsins vegna hávaða frá Mirage þotum franska flughersins sem nú sér um loftrýmiseftirlit yfir landinu. Bæjarbúar segja að hávaðinn í vélunum sé mun meiri en hann var þegar Bandaríkjamenn voru hér á sínum tíma með sínar herþotur. Ekki hefur borið á kvörtunum hjá utanríkisráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×