Innlent

Umferðareftirlit Vegagerðarinnar stöðvaði björgunarsveitabíl

Umferðareftirlit Vegagerðarinnar stöðvaði í fyrradag björgunarsveitarbíl frá Akranesi og tók sýni af litaðari dísilolíu úr tanki bílsins. Lituð olía er ódýrari en önnur olía og hafa björgunarsveitir heimild til að nota hana vegna björgunarstarfa.

Á vefsíðu Skessuhorns kemur hinsvegar fram að vegagerðarmenn hafi gert þetta vegna vísbendinga um að björgunarbíllinn hafi verið í annari notkun en fyrir björgunarsveitina. Haft er eftir Vegagerðinni að kvartanir um slíkt hafi borist frá hagsmunaaðilum, þótt engin formleg kæra hafi borist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×