Innlent

Jóhann segir margt jákvætt í úttekt ríkisendurskoðanda

Andri Ólafsson skrifar
Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að það sé margt jákvætt í stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðanda á embætti hans sem gerð var opinber í dag.

Úttektin var gerð að beiðni frjálslyndra eftir að miklar deilur spruttu um áætlanir dómsmálaráðherra um að skipta upp tollgæslu og löggæsluhluta embættisins.

„Úttektin staðfestir að það sé fjárvöntun hjá embættinu til þess að sinna þeim verkefnum sem það á að sinna. Hún staðfestir einnig að uppskipting á embættinu sé til bóta," segir Jóhann.

Hann tekur hins vegar fram að í úttekt ríkisendurskoðanda segi að það komi vel til greina að skipta upp embættinu fjárhagslega en ekki stjórnsýslulega. Það er að segja að yfirstjórn þess sé á einni hendi þótt fjármunir komi frá fleiri en einu ráðuneyti. Það mun vera lausn sem lögreglustjóraembættinu hugnast ágætlega. „Nú höldum við áfram að vinna að lausn þess máls í góðri sátt við ráðuneytið," segir Jóhann Benediktsson lögreglustjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×