Innlent

Fjölgar um 1600 nema í HÍ eftir áramót

Frá Háskólatorgi Háskóla Íslands.
Frá Háskólatorgi Háskóla Íslands.

Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti í gær að afgreiða umsóknir um grunnnám og framhaldsnám á vormisseri 2009, en umsóknarfrestur rann út 15. desember. Alls bárust 1624 umsóknir.

,,Ákvörðunin er tekin eftir að niðurskurður til HÍ var lækkaður um 130 milljónir króna á milli annarrar og þriðju umræðum á Alþingi um fjárlög 2009. Öll viðbótarupphæðin verður notuð vegna inntöku nýrra nemenda um áramót," segir í tilkynningu frá skólanum.

Allar umsóknir um grunnnám uppfylla inntökuskilyrði og samþykkti háskólaráð að taka inn alla umsækjendur, eða 893 talsins. Verið er að fara yfir umsóknir um framhaldsnám með tilliti til námsleiða og vonast er til að hægt verði að taka á móti sem flestum þeirra 731 sem sótt hafa um framhaldsnám.

Kristín Ingólfsdóttir rektor sagði á opnum fundi rektors með starfsfólki í kjölfar háskólaráðsfundar í gær sannfærð um að ef einhvern tímann hafi verið þörf á stefnufestu í málefnum háskólamenntunar, vísinda og nýsköpunar sé það einmitt nú.


Tengdar fréttir

HÍ tekur inn alla umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði

Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti í dag að tekið yrði við öllum nemendum sem sóttu um grunnám við skólann. Samkvæmt heimildum Vísis var einnig samþykkt að taka inn alla þá nemendur sem uppfylla skilyrði fyrir framhaldsnám. Þetta er gert þrátt fyrir að Háskólinn fái um 800 milljónum lægri fjárveitingu á árinu 2009 miðað við það sem til stóð þegar fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár var fyrst lagt fram í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×