Innlent

Bjóða ungum jafnaðarmönnum í Vg

Frá Helguvík þar sem álver á að rísa.
Frá Helguvík þar sem álver á að rísa.

Ung Vinstri - græn hvetja ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar, Unga jafnaðarmenn, til þess að endurskoða val sitt á flokki í ljósi nýjustu frétta.

Þar vísa Ung vinstri - græn til þess að Ungir jafnaðarmenn sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir átöldu ráðherra Samfylkingarinnar fyrir að stuðla að nýjum álverum.

Í tilkynningu Ungra vinstri - grænna segir að Samfylkingin hafi endanlega svikið loforð sitt um Fagurt Ísland með undirritun viljayfirlýsingar um álver á Bakka og með skóflustungu að álveri í Helguvík. Ungir jafnaðarmenn hafi lengi verið andsnúnir þessu og því sé þeim ekki lengur vært í sínum flokki.

Segja Ung vinstri - græn flokk sinn taka umhverfisverndarsinnum úr Samfylkingunni opnum örmum enda er ljóst að ráðherrar Samfylkingarinnar hlusti í engu á sjónarmið náttúruverndarsinna í flokknum. „Ekki veitir heldur af fleiri liðsmönnum í náttúruverndarbaráttuna nú þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins er komin í álversgagnsókn jafnt á suðvesturhorni sem norðausturhorni landsins," segir í tilkynningu UVG.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×