Innlent

Brotist inn í Brynju

Brotist var inn á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu í nótt, að sögn lögreglu. Brotist var inn í verslunina Brynju á Laugavegi á sjötta tímanum og þaðan stolið verðmætum handsmíðuðum hnífum. Einnig var brotist inn í Bónusvideo á Grundarstíg og í vinnuskúr við Víkurhvarf í Kópavogi. Lögreglan segist ekki hafa tölur um hve margir hafi verið saman komnir í miðborginni í gær, á Þorláksmessukvöld, en þeir hafi verið margir miðað við veður. Allt hafi gengið þokkalega miðað við mannfjöldann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×