Innlent

Árekstur á Þorlákshafnarvegi

Þorlákshafnarvegur. Myndin tengist ekki þessari frétt.
Þorlákshafnarvegur. Myndin tengist ekki þessari frétt.

Tveir bílar lentu í hörðum árekstri á Þorlákshafnarvegi í gærkvöldi og slasaðist ökumaður annars bílsins.

Að sögn lögreglu slapp fólk þó ótrúlega vel út úr árkestrinum þar sem bílarnir komu á fullri ferð úr gagnstæðum áttum. Einhverra hluta vegna missti ökumaður annars bílsins bílinn yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir hinn. Annar bíllinn er ónýtur en hinn stór skemmdur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×