Erlent

Forseti í Kína heimsækir Japan

Hu Jintao hitti Ólaf Ragnar Grímsson fyrir nokkru. Nú er hann í Japan.
Hu Jintao hitti Ólaf Ragnar Grímsson fyrir nokkru. Nú er hann í Japan.

Forseti Kína, Hu Jintao, krafðist þess af Dalai Lama, leiðtoga Tíbeta, að hann hætti að reyna að kljúfa kínversku þjóðina og efna til uppþota í tengslum við Ólympíuleikana sem fram fara í Peking í sumar.

Hann sagði einnig að viðræður við fulltrúa Tíbeta munu halda áfram. Ummæli forsetans féllu í Japan en þar er hann í fimm daga opinberri heimsókn.

Heldur stirt hefur verið á milli Kínverja og Japana undanfarinn áratug en heimsókn forsetans er talin vera vísir að bættara sambýli þessara nágranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×