Erlent

Hélt þroskaheftri konu sinni í kynlífsþrælkun

Maðurinn seldi konu sína meðal annars á hótelum í Stokkhólmi.
Maðurinn seldi konu sína meðal annars á hótelum í Stokkhólmi.

Fjörutíu og fjögurra ára gamall Svíi hefur verið ákærður fyrir að halda 19 ára gamalli þroskaheftri konu sinni í kynlífsþrælkun.

Fram kemur á fréttavef sænska ríkisútvarpsins að maðurinn hafi kynnst konunni á Netinu, gifst henni og fljótlega farið að selja hana til kynlífs á Netinu. Viðskiptavinir komu svo á hótel eða íbúðir í Stokkhólmi og Gautaborg og komu fram vilja sínum. Alls eru þeir taldir vera um hundrað.

Tveir aðrir menn eru grunaðir um að hafa aðstoðað manninn og það var í tengslum við rannsókn á barnaníði sem lögregla komst á snoðir um verk mannsins. Hann er einnig ákærður fyrir kynferðislega misnotkun á börnum, vörslu barnakláms og fyrir hótanir og misþyrmingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×