Logi sameinar gullbarka í jólaþætti 18. desember 2008 06:15 Sameinaðir gullbarkar. Feðgarnir Gissur Sigurðsson og Gissur Páll sameinast væntanlega ekki í dúett á föstudaginn í jólaþætti Loga Bergmanns. Logi Bergmann verður með óvenjulangan jólaþátt á föstudaginn. Þar verður boðið til mikillar tónlistarveislu og góða gesti ber að garði. Nægir þar að nefna Sprengjuhöllina, Stefán Hilmarsson og Baggalút. Athyglisverðasta „parið" verður þó án nokkurs vafa feðgarnir Gissur Sigurðsson fréttamaður og Gissur Páll stórtenór. Með sanni má segja að þeir séu báðir gullbarkar þótt raddir þeirra njóti sín á sitthvoru sviðinu; Gissur eldri með leðurþykka rödd sem grípur hlustendur Bylgjunnar í fréttatímum en Gissur yngri þenur heilu og hálfu óperurnar með sinni einstöku tenórrödd. Gissur fréttamaður velktist þó í vafa um hvort hann myndi taka lagið með stráknum, „Það yrði þá eitthvað algjört leyninúmer," segir Gissur og útskýrir að sennilega hafi strákurinn erft sönghæfileikana frá ömmu sinni í föðurætt. Hún hafi verið mikil söngmanneskja. Hæfileikarnir komi í það minnsta ekki frá honum. Gissur hefur reyndar reynt sig við söng, æfði öll lög Hauks Morhtens fyrir stuttmynd sem gerð var fyrir nokkru. „Ég fékk þjálfun og lærði öll lögin hans. En það var hætt við á síðustu stundu að nota mína rödd," útskýrir Gissur eldri. Sá yngri upplýsir að hann hafi aldrei heyrt pabba sinn syngja. Og leyfði sér stórlega efast um að af því yrði í jólaþætti Loga Bergmanns. „Það er samt aldrei að vita hvað Logi getur platað hann út í, það yrði þá kannski svona svipað og ef ég myndi lesa frétt," segir sá yngri. - fgg Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Logi Bergmann verður með óvenjulangan jólaþátt á föstudaginn. Þar verður boðið til mikillar tónlistarveislu og góða gesti ber að garði. Nægir þar að nefna Sprengjuhöllina, Stefán Hilmarsson og Baggalút. Athyglisverðasta „parið" verður þó án nokkurs vafa feðgarnir Gissur Sigurðsson fréttamaður og Gissur Páll stórtenór. Með sanni má segja að þeir séu báðir gullbarkar þótt raddir þeirra njóti sín á sitthvoru sviðinu; Gissur eldri með leðurþykka rödd sem grípur hlustendur Bylgjunnar í fréttatímum en Gissur yngri þenur heilu og hálfu óperurnar með sinni einstöku tenórrödd. Gissur fréttamaður velktist þó í vafa um hvort hann myndi taka lagið með stráknum, „Það yrði þá eitthvað algjört leyninúmer," segir Gissur og útskýrir að sennilega hafi strákurinn erft sönghæfileikana frá ömmu sinni í föðurætt. Hún hafi verið mikil söngmanneskja. Hæfileikarnir komi í það minnsta ekki frá honum. Gissur hefur reyndar reynt sig við söng, æfði öll lög Hauks Morhtens fyrir stuttmynd sem gerð var fyrir nokkru. „Ég fékk þjálfun og lærði öll lögin hans. En það var hætt við á síðustu stundu að nota mína rödd," útskýrir Gissur eldri. Sá yngri upplýsir að hann hafi aldrei heyrt pabba sinn syngja. Og leyfði sér stórlega efast um að af því yrði í jólaþætti Loga Bergmanns. „Það er samt aldrei að vita hvað Logi getur platað hann út í, það yrði þá kannski svona svipað og ef ég myndi lesa frétt," segir sá yngri. - fgg
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira