Erlent

Lögreglan notar reiðhjól vegna okurverðs á bensíni

Víðsvegar um heiminn nota lögregluþjónar reiðhjól. Þessir lögreglumenn eru staddir í Sidney í Ástralíu. Mynd/ AFP.
Víðsvegar um heiminn nota lögregluþjónar reiðhjól. Þessir lögreglumenn eru staddir í Sidney í Ástralíu. Mynd/ AFP.

Lögregluþjónum á reiðhjólum fjölgar víðsvegar um Bandaríkin þessa dagana vegna hækkunar á olíuverði. Chris Menton, lektor í afbrotafræði við Roger Williams háskólann á Rhode Island, segir að reiðhjól geti í mörgum tilfellum verið heppilegri en bílar. Þetta eigi við bæði í úthverfum og í miðborgum þar sem mikil mannmergð er.

AP fréttastofan hefur eftir lögreglustjóra í smábænum Hollidaysburg í Pennsylvaniu að olíuverð sé orðið svo hátt að löngu hafi verið tímabært að fjölga lögreglumönnum á reiðhjólum. Verð á olíu í Bandaríkjunum er að meðaltali tæpir 4 dalir á gallon, sem samsvarar um 80 krónum á lítra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×