Erlent

Belgurinn flaug upp á undan

Michel Fournier
Michel Fournier

Michel Fournier, 64 ára gamall fallhlífarstökkvari, þurfti í gær að hætta við að reyna að slá met með því að stökkva niður til jarðar úr meiri hæð en áður hefur verið gert.

Fournier hugðist fara í sérútbúnum þrýstibúningi upp í 40 þúsund metra hæð með helíumbelg og láta sig falla þaðan. Tilrauninni var sjálfhætt þegar belgurinn, sem átti að flytja kappann upp í háloftin, losnaði og flaug mannlaus upp í geiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×