Þriðju stoðinni slegið upp á ný 19. nóvember 2008 04:00 Undanfarið hefur borið á umræðu um sprotafyrirtæki og mikilvægi þess að styrkja atvinnulífið. Í þeim efnum er vert að koma á framfæri nokkrum þáttum um hugbúnaðariðnaðinn. Hugbúnaðariðnaðurinn hefur vaxið hratt undanfarin ár og hefur án efa ekki fengið þá athygli sem hann á skilið. Samtök upplýsingatæknifyrirtækja afhentu á Iðnþingi í mars 2005 stjórnvöldum tilboð sem þeir kölluðu þriðju stoðina og átti að skapa hér 2.000 ný störf. Áhugaleysi stjórnvalda vakti hins vegar furðu. Hefði tilboðinu verið tekið hefði ávinningur stjórnvalda verið verulegur. Vert er hins vegar að skoða hvernig til hefur tekist þrátt fyrir skort á stuðningi. HugbúnaðariðnaðurinnÞegar iðnaðurinn er skoðaður nánar kemur í ljós að hann hefur vaxið töluvert á undanförnum árum. Veltan hefur vaxið verulega eða frá 7,4 milljörðum árið 1998 upp í 33,6 milljarða árið 2006. Fleiri fyrirtæki eru nú í þessum iðnaði og munar þar mikið um að nokkur fyrirtæki eru orðin mjög stór og stöndug. Ef við greinum þessa veltuaukningu nánar þá hefur hún tuttugufaldast að raungildi síðastliðin 16 ár. Til samanburðar þá tvöfaldaðist velta annarra atvinnugreina að raungildi.En útflutningur hefur líka vaxið á sama tímabili úr 31 milljón árið 1990 upp í 6,2 milljarða árið 2006. Í viðtali við Hilmar Veigar Pétursson forstjóra CCP í Markaðnum í fyrra, nefndi hann að stjórnvöld ættu að geta komið til móts við hugbúnaðarfyrirtæki alveg eins og kvikmyndaiðnaðinn. Nefndi hann þá lægri skatta og endurgreiðslu sem kvikmyndaleikstjórinn Clint Eastwood fékk þegar hann var hér á landi með tökulið sitt.CCP er eitt af mörgum fyrirtækjum í þessum iðnaði sem hafa vaxið og styrkst. Árið 2004 var CCP með 15 prósent af heildarútflutningi hugbúnaðar en árið 2006 var hlutfallið 29 prósent. Hjá þessu eina fyrirtæki hefur starfsmannafjöldi farið úr 30 í 283 á fáum árum. Þá hefur nokkrum fyrirtækjum tekist að taka það sem þau hafa verið að vinna fyrir ákveðnar iðngreinar og heimfært það yfir á stærri markaði með góðum árangri. SamkeppninSamkeppnisumhverfið á Íslandi er ágætt fyrir þessi fyrirtæki. En það eru helst ákveðnir skattalegir þættir sem þarf að breyta og auka rannsóknarfjármagn. Almennur stuðningur við atvinnugreinina er lítill sem enginn í dag. Þó hafa verið þættir sem hafa gagnast iðnaðinum að mati viðmælenda sem ég ræddi við sem tengjast iðnaðinum. Þeir nefna til dæmis útboðstefnu ríkisins. Hún hafi verið ágæt fyrir stærri fyrirtæki en skiptir minna máli fyrir smærri fyrirtæki.Samtök iðnaðarins hafa unnið gott starf fyrir iðnaðinn og svo skilaði hlutur Rannís í átaki fyrir nokkrum árum sér vel. Almennt er velvild í garð iðnaðarins en það vantar að bæta umhverfið eins og lagt var til í þriðju stoðinni. Mikið vantar upp á að íslenskur hugbúnaðariðnaður nái Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi hvað varðar samkeppnishæfni, hvort sem litið er til hlutfalls af heildarútflutningi eða af vergri þjóðarframleiðslu.Ef vægi hátækni í útflutningi er skoðað, þá kemur fram að Ísland er með í kringum 7,0 prósent á móti yfir 20 prósentum hjá bæði Svíþjóð og Finnlandi (Iðntæknistofnun, 2006). Þá kom fram í skýrslu Rannís árið 2005 að hátækniiðnaður fær mun meiri styrki og fyrirgreiðslur frá stjórnvöldum þessara landa. Enda hafa stjórnmálamenn í þessum löndum séð það fyrir löngu að þeim fjármunum er vel varið, því vöxtur iðnaðarins undanfarin ár í þessum löndum hefur skilað sér margfalt til baka. Hlutverk stjórnvaldaRíkisstjórnin þarf að jafna aðstöðu og þá þætti sem snúa að þessum rekstri upplýsingatækni. Vinnumarkaðurinn hér á landi er frekar grunnur og það þarf meira af menntuðu fólki í þessum fræðum. Erfitt er að sjá hér í framtíðinni fyrirtæki með tvö til þrjú þúsund manns í vinnu. Slíkur vöxtur þarf að fara fram utan Íslands miðað við núverandi aðstæður. Skattamál og aukning á rannsóknarstyrkjum og líka hvernig fyrirtæki geta fært rannsóknarkostnað, til dæmis með lækkun á tekjuskatti á móti þeirri rannsóknarvinnu, eru nokkur af þeim atriðum sem þarf að vinna betur að. Hér er verið tala um skattalega þætti, sem snúa að endurgreiðslu og frádrætti á rannsóknarstyrkjum. Slíkar breytingar á skattumhverfinu er nauðsynlegur liður í að jafna aðstöðu upplýsingatæknifyrirtækja hér og í nágrannalöndunum.Það sem stjórnvöld þurfa að gera er að styðja við þær iðngreinar sem geta skapað þjóðarbúinu auknar tekjur í framtíðinni. Það eru eflaust aðrar iðngreinar sem hafa mikla möguleika eins og hugbúnaðariðnaðurinn, sem enn á eftir að fjalla um. En þetta snýst um stefnubreytingu og að hugsa hlutina ekki eingöngu út frá því hvað er að gefa þjóðarbúinu miklar tekjur í dag, heldur hvað iðngreinar geta gefið þjóðarbúinu auknar tekjur í framtíðinni. Nú þurfa stjórnvöld að hugsa lengra ein eitt kjörtímabil fram í tímann.Nýleg meistararitgerð greinarhöfundar fjallar um samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur borið á umræðu um sprotafyrirtæki og mikilvægi þess að styrkja atvinnulífið. Í þeim efnum er vert að koma á framfæri nokkrum þáttum um hugbúnaðariðnaðinn. Hugbúnaðariðnaðurinn hefur vaxið hratt undanfarin ár og hefur án efa ekki fengið þá athygli sem hann á skilið. Samtök upplýsingatæknifyrirtækja afhentu á Iðnþingi í mars 2005 stjórnvöldum tilboð sem þeir kölluðu þriðju stoðina og átti að skapa hér 2.000 ný störf. Áhugaleysi stjórnvalda vakti hins vegar furðu. Hefði tilboðinu verið tekið hefði ávinningur stjórnvalda verið verulegur. Vert er hins vegar að skoða hvernig til hefur tekist þrátt fyrir skort á stuðningi. HugbúnaðariðnaðurinnÞegar iðnaðurinn er skoðaður nánar kemur í ljós að hann hefur vaxið töluvert á undanförnum árum. Veltan hefur vaxið verulega eða frá 7,4 milljörðum árið 1998 upp í 33,6 milljarða árið 2006. Fleiri fyrirtæki eru nú í þessum iðnaði og munar þar mikið um að nokkur fyrirtæki eru orðin mjög stór og stöndug. Ef við greinum þessa veltuaukningu nánar þá hefur hún tuttugufaldast að raungildi síðastliðin 16 ár. Til samanburðar þá tvöfaldaðist velta annarra atvinnugreina að raungildi.En útflutningur hefur líka vaxið á sama tímabili úr 31 milljón árið 1990 upp í 6,2 milljarða árið 2006. Í viðtali við Hilmar Veigar Pétursson forstjóra CCP í Markaðnum í fyrra, nefndi hann að stjórnvöld ættu að geta komið til móts við hugbúnaðarfyrirtæki alveg eins og kvikmyndaiðnaðinn. Nefndi hann þá lægri skatta og endurgreiðslu sem kvikmyndaleikstjórinn Clint Eastwood fékk þegar hann var hér á landi með tökulið sitt.CCP er eitt af mörgum fyrirtækjum í þessum iðnaði sem hafa vaxið og styrkst. Árið 2004 var CCP með 15 prósent af heildarútflutningi hugbúnaðar en árið 2006 var hlutfallið 29 prósent. Hjá þessu eina fyrirtæki hefur starfsmannafjöldi farið úr 30 í 283 á fáum árum. Þá hefur nokkrum fyrirtækjum tekist að taka það sem þau hafa verið að vinna fyrir ákveðnar iðngreinar og heimfært það yfir á stærri markaði með góðum árangri. SamkeppninSamkeppnisumhverfið á Íslandi er ágætt fyrir þessi fyrirtæki. En það eru helst ákveðnir skattalegir þættir sem þarf að breyta og auka rannsóknarfjármagn. Almennur stuðningur við atvinnugreinina er lítill sem enginn í dag. Þó hafa verið þættir sem hafa gagnast iðnaðinum að mati viðmælenda sem ég ræddi við sem tengjast iðnaðinum. Þeir nefna til dæmis útboðstefnu ríkisins. Hún hafi verið ágæt fyrir stærri fyrirtæki en skiptir minna máli fyrir smærri fyrirtæki.Samtök iðnaðarins hafa unnið gott starf fyrir iðnaðinn og svo skilaði hlutur Rannís í átaki fyrir nokkrum árum sér vel. Almennt er velvild í garð iðnaðarins en það vantar að bæta umhverfið eins og lagt var til í þriðju stoðinni. Mikið vantar upp á að íslenskur hugbúnaðariðnaður nái Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi hvað varðar samkeppnishæfni, hvort sem litið er til hlutfalls af heildarútflutningi eða af vergri þjóðarframleiðslu.Ef vægi hátækni í útflutningi er skoðað, þá kemur fram að Ísland er með í kringum 7,0 prósent á móti yfir 20 prósentum hjá bæði Svíþjóð og Finnlandi (Iðntæknistofnun, 2006). Þá kom fram í skýrslu Rannís árið 2005 að hátækniiðnaður fær mun meiri styrki og fyrirgreiðslur frá stjórnvöldum þessara landa. Enda hafa stjórnmálamenn í þessum löndum séð það fyrir löngu að þeim fjármunum er vel varið, því vöxtur iðnaðarins undanfarin ár í þessum löndum hefur skilað sér margfalt til baka. Hlutverk stjórnvaldaRíkisstjórnin þarf að jafna aðstöðu og þá þætti sem snúa að þessum rekstri upplýsingatækni. Vinnumarkaðurinn hér á landi er frekar grunnur og það þarf meira af menntuðu fólki í þessum fræðum. Erfitt er að sjá hér í framtíðinni fyrirtæki með tvö til þrjú þúsund manns í vinnu. Slíkur vöxtur þarf að fara fram utan Íslands miðað við núverandi aðstæður. Skattamál og aukning á rannsóknarstyrkjum og líka hvernig fyrirtæki geta fært rannsóknarkostnað, til dæmis með lækkun á tekjuskatti á móti þeirri rannsóknarvinnu, eru nokkur af þeim atriðum sem þarf að vinna betur að. Hér er verið tala um skattalega þætti, sem snúa að endurgreiðslu og frádrætti á rannsóknarstyrkjum. Slíkar breytingar á skattumhverfinu er nauðsynlegur liður í að jafna aðstöðu upplýsingatæknifyrirtækja hér og í nágrannalöndunum.Það sem stjórnvöld þurfa að gera er að styðja við þær iðngreinar sem geta skapað þjóðarbúinu auknar tekjur í framtíðinni. Það eru eflaust aðrar iðngreinar sem hafa mikla möguleika eins og hugbúnaðariðnaðurinn, sem enn á eftir að fjalla um. En þetta snýst um stefnubreytingu og að hugsa hlutina ekki eingöngu út frá því hvað er að gefa þjóðarbúinu miklar tekjur í dag, heldur hvað iðngreinar geta gefið þjóðarbúinu auknar tekjur í framtíðinni. Nú þurfa stjórnvöld að hugsa lengra ein eitt kjörtímabil fram í tímann.Nýleg meistararitgerð greinarhöfundar fjallar um samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun