Erlent

Bandarískum símafyrirtækjum veitt friðhelgi vegna heimildalausra hlerana

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær lagafrumvarp sem veitir bandarískum símafyrirtækjum friðhelgi vegna heimildarlausra símahlerana fyrir yfirvöld.

Samkvæmt frumvarpinu leyfist bandarískum yfirvöldum að halda áfram að hlera grunaða hryðjuverkamenn án dómsúrskurðar og nú er ekki lengur hægt að lögsækja þau símafyrirtæki sem aðstoða við það.

Demókratar á þingi samþykktu lögin eftir að samið var um að símafyrirtækin yrðu ekki sjálfkrafa friðhelgi. Þau yrðu að sýna dómstólum hlerunarbeiðni frá Hvíta húsinu til að sleppa við málsóknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×