Erlent

Féflettur á strípibúllunni Stringfellows

Á strípibúllunni Stringfellows í London fletta konur sig klæðum en þar eru karlar féflettir. Það segir norskur athafnamaður sem hugðist fara í mál við staðinn eftir fjörugt kvöld á þessum fornfræga stað. Maðurinn bauð nokkrum viðskiptafélögum sínum út á lífið í London og sagði lítið mál að sjá um reikninginn.

Eftir góða kvöldstund kom annað hljóð í strokkinn þegar hann var rukkaður um 80 þúsund danskar krónur eða tæpar þrettán hundruð þúsund íslenskar enda höfðu mennirnir verið duglegir við að panta sér einkadans um nóttina.

Manninum fannst þessi upphæð svo fjarri lagi að hann fór í bankann sinn og sagði ekki koma til greina að hann borgaði þetta, þarna hlyti að vera um mistök að ræða. Bankinn tók það ekki mál og benti manninum á að undirskrift hans var á hverri einustu nótu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×