Biðjast afsökunar á hávaða við Hallgrímskirkju 9. júlí 2008 15:30 Um helgina fengu nokkrir íbúar á Skólavörðuholtinu nóg af hávaðanum sem stafar af viðgerðum á Hallgrímskirkju. Vísir sagði frá óánægðum íbúa á laugardaginn sem kvartaði undan því að framkvæmdir hæfust klukkan 07:00 á laugardagsmorgnum. Nú fyrir stundu barst yfirlýsing frá Hallgrímskirkju, Ístaki hf og VST-Rafteikningu sem standa að umræddum framkvæmdum. Þar segir meðal annars að viðbúið hefði verið að viðgerð við mannvirki af stærð við Hallgrímskirkju yrði umtöluð. Aðilarnir harma það tímabundna ónæði sem af viðgerðunum hlýst. „Okkur er skítsama um hugtök eins og næturró, löglegt eða annað á þeim nótum þegar við vöknum við svona guðsvolaðan hávaða. Við búum í samfélagi þar sem hingað til hefur ekki þurft að vísa í lagabókstaf í hverju einasta atviki fyrir sig," sagði íbúinn sem vildi fá að sofa út um helgar. Í yfirlýsingunni segir að erilsamir laugardagar af því tagi sem um ræðir séu öllum þreytandi. En unnið sé markvisst að því að ljúka verkinu sem fyrst. Yfirlýsinguna má sjá hér að neðan: Sameiginleg yfirlýsing frá Hallgrímskirkju, Ístaki hf og VST-Rafteikningu VIÐGERÐIR Á HALLGRÍMSKIRKJUTURNI Það var viðbúið að viðgerð á mannvirki af stærð við Hallgrímskirkju yrði umtöluð, enda þykir okkur vænt um þetta frægasta kennileiti Reykjavíkur. Það er því fyrir öllu að vel takist til. Ósk okkar hefur alltaf verið sú að vinna þetta verk í sátt við íbúa Skólavörðuholtsins sem og aðra Reykvíkinga og við hörmum það tímabundna ónæði sem af viðgerðunum hlýst. Lengi hefur legið fyrir að ráðast í viðgerðir á Hallgrímskirkjuturni en nýverið var ástand turnsins metið þannig að töluverð hætta væri orðin á að skemmdir steypuhlutar hreinlega losnuðu frá turninum og hryndu til jarðar. Sú hætta sem vegna þess gæti skapast, yrði aldrei réttlætt. Því var ákveðið að ráðast í verulegar viðgerðir, sem ætti að framkvæma bæði hratt og vel. Viðgerðirnar fara þannig fram að í fyrstu er veðrunarkápunni flett af með háþrýstiþvotti, þar sem mjög öflug dæla er notuð til verksins. Þá blasir við mjög mismunandi skemmd steypa. Í sumum tilfellum nægir að fylla í sprungur og í öðrum tilfellum þarf að fjarlægja stór svæði með múrbroti og endursteypa. Ástæður þess að lengja hefur þurft vinnutímann, eru ekki af góðu komnar. Við fjarlægingu veðrunarkápunnar hafa mun víðtækari og alvarlegri skemmdir komið í ljós en áður var talið. Þar sem tíminn sem hentar til múrviðgerða utandyra takmarkast við okkar stutta sumar, höfum við því þurft að leggja aukið kapp á að reyna að ljúka viðgerðum sem fyrst. Vegna þessa neyddumst við í upphafi til þess að lengja vinnutímann til kl 21:30 á kvöldin og vinna einnig á laugardögum. Ósk okkar hefur alltaf verið sú að vinna þetta verk í sátt við íbúa Skólavörðuholtsins og er málefnalegar kvartanir bárust, tókum við þær vissulega til greina. Því er nú er aðeins unnið til u.þ.b. kl. 20 á virkum dögum, sem er um 12 tíma vinnudagur. Á laugardögum er múrbroti hætt kl 15.30 en háþrýstiþvotti kl. 18, en eins og staðan er í dag, þá sjáum við okkur ekki fært að stytta vinnuvikuna frekar. Sú elja sem starfsmenn Ístaks hafa sýnt við vinnu þessa verks er miklu frekar aðdáunarverð en ámælisverð, þar sem brotvinna og háþrýstiþvottur af þessari stærðargráðu, eru líkamlega slítandi störf. Fyrsti laugardagur í múrbroti var 7. júní og vonast er til að brotvinnu ljúki í lok byrjun september og ef framgangur verksins lofar, mun hávaðasamri laugardagsvinnu ljúka fyrr. Við óskum því eftir skilningi og umburðarlyndi íbúa Skólavörðuholtsins og hvetjum þá til þess að horfa til þess árangurs sem stefnt er að. Erilsamir laugardagar af því tagi sem um ræðir eru öllum þreytandi. Unnið er að því markvisst að þessu verki ljúki sem fyrst. Tengdar fréttir Íbúi við Hallgrímskirkju að ærast úr hávaða Hörður Ágústsson íbúi við Frakkastíg í Reykjavík segist vera að ærast úr hávaða vegna viðgerða á Hallgrímskirkju. Á hverjum virkum degi hefst vinna klukkan 07:00 að morgni að sögn Harðar og um helgar byrja viðgerðir hálftíma síðar. Hann segist við það að gefast upp og hefur áhyggjur af ferðamönnum. 5. júlí 2008 10:08 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Um helgina fengu nokkrir íbúar á Skólavörðuholtinu nóg af hávaðanum sem stafar af viðgerðum á Hallgrímskirkju. Vísir sagði frá óánægðum íbúa á laugardaginn sem kvartaði undan því að framkvæmdir hæfust klukkan 07:00 á laugardagsmorgnum. Nú fyrir stundu barst yfirlýsing frá Hallgrímskirkju, Ístaki hf og VST-Rafteikningu sem standa að umræddum framkvæmdum. Þar segir meðal annars að viðbúið hefði verið að viðgerð við mannvirki af stærð við Hallgrímskirkju yrði umtöluð. Aðilarnir harma það tímabundna ónæði sem af viðgerðunum hlýst. „Okkur er skítsama um hugtök eins og næturró, löglegt eða annað á þeim nótum þegar við vöknum við svona guðsvolaðan hávaða. Við búum í samfélagi þar sem hingað til hefur ekki þurft að vísa í lagabókstaf í hverju einasta atviki fyrir sig," sagði íbúinn sem vildi fá að sofa út um helgar. Í yfirlýsingunni segir að erilsamir laugardagar af því tagi sem um ræðir séu öllum þreytandi. En unnið sé markvisst að því að ljúka verkinu sem fyrst. Yfirlýsinguna má sjá hér að neðan: Sameiginleg yfirlýsing frá Hallgrímskirkju, Ístaki hf og VST-Rafteikningu VIÐGERÐIR Á HALLGRÍMSKIRKJUTURNI Það var viðbúið að viðgerð á mannvirki af stærð við Hallgrímskirkju yrði umtöluð, enda þykir okkur vænt um þetta frægasta kennileiti Reykjavíkur. Það er því fyrir öllu að vel takist til. Ósk okkar hefur alltaf verið sú að vinna þetta verk í sátt við íbúa Skólavörðuholtsins sem og aðra Reykvíkinga og við hörmum það tímabundna ónæði sem af viðgerðunum hlýst. Lengi hefur legið fyrir að ráðast í viðgerðir á Hallgrímskirkjuturni en nýverið var ástand turnsins metið þannig að töluverð hætta væri orðin á að skemmdir steypuhlutar hreinlega losnuðu frá turninum og hryndu til jarðar. Sú hætta sem vegna þess gæti skapast, yrði aldrei réttlætt. Því var ákveðið að ráðast í verulegar viðgerðir, sem ætti að framkvæma bæði hratt og vel. Viðgerðirnar fara þannig fram að í fyrstu er veðrunarkápunni flett af með háþrýstiþvotti, þar sem mjög öflug dæla er notuð til verksins. Þá blasir við mjög mismunandi skemmd steypa. Í sumum tilfellum nægir að fylla í sprungur og í öðrum tilfellum þarf að fjarlægja stór svæði með múrbroti og endursteypa. Ástæður þess að lengja hefur þurft vinnutímann, eru ekki af góðu komnar. Við fjarlægingu veðrunarkápunnar hafa mun víðtækari og alvarlegri skemmdir komið í ljós en áður var talið. Þar sem tíminn sem hentar til múrviðgerða utandyra takmarkast við okkar stutta sumar, höfum við því þurft að leggja aukið kapp á að reyna að ljúka viðgerðum sem fyrst. Vegna þessa neyddumst við í upphafi til þess að lengja vinnutímann til kl 21:30 á kvöldin og vinna einnig á laugardögum. Ósk okkar hefur alltaf verið sú að vinna þetta verk í sátt við íbúa Skólavörðuholtsins og er málefnalegar kvartanir bárust, tókum við þær vissulega til greina. Því er nú er aðeins unnið til u.þ.b. kl. 20 á virkum dögum, sem er um 12 tíma vinnudagur. Á laugardögum er múrbroti hætt kl 15.30 en háþrýstiþvotti kl. 18, en eins og staðan er í dag, þá sjáum við okkur ekki fært að stytta vinnuvikuna frekar. Sú elja sem starfsmenn Ístaks hafa sýnt við vinnu þessa verks er miklu frekar aðdáunarverð en ámælisverð, þar sem brotvinna og háþrýstiþvottur af þessari stærðargráðu, eru líkamlega slítandi störf. Fyrsti laugardagur í múrbroti var 7. júní og vonast er til að brotvinnu ljúki í lok byrjun september og ef framgangur verksins lofar, mun hávaðasamri laugardagsvinnu ljúka fyrr. Við óskum því eftir skilningi og umburðarlyndi íbúa Skólavörðuholtsins og hvetjum þá til þess að horfa til þess árangurs sem stefnt er að. Erilsamir laugardagar af því tagi sem um ræðir eru öllum þreytandi. Unnið er að því markvisst að þessu verki ljúki sem fyrst.
Tengdar fréttir Íbúi við Hallgrímskirkju að ærast úr hávaða Hörður Ágústsson íbúi við Frakkastíg í Reykjavík segist vera að ærast úr hávaða vegna viðgerða á Hallgrímskirkju. Á hverjum virkum degi hefst vinna klukkan 07:00 að morgni að sögn Harðar og um helgar byrja viðgerðir hálftíma síðar. Hann segist við það að gefast upp og hefur áhyggjur af ferðamönnum. 5. júlí 2008 10:08 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Íbúi við Hallgrímskirkju að ærast úr hávaða Hörður Ágústsson íbúi við Frakkastíg í Reykjavík segist vera að ærast úr hávaða vegna viðgerða á Hallgrímskirkju. Á hverjum virkum degi hefst vinna klukkan 07:00 að morgni að sögn Harðar og um helgar byrja viðgerðir hálftíma síðar. Hann segist við það að gefast upp og hefur áhyggjur af ferðamönnum. 5. júlí 2008 10:08