Erlent

Nakta kúrekanum er heimilt að lögsækja M&M

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Háhýsi við Madison Avenue í New York.
Háhýsi við Madison Avenue í New York.

Nakta kúrekanum í New York-borg er heimilt að lögsækja framleiðanda M&M-sælgætisins vegna heimildalausrar notkunar vörumerkis.

Nakti kúrekinn Robert Burck er löngu orðinn þekkt persóna á Times Square í New York þar sem röltir um og leikur á gítar sinn - íklæddur hvítum hatti, stígvélum og nærbuxum. Ferðamenn láta gjarnan mynda sig með Burck og troða seðlum í stígvél hans. Nú hefur Burck höfðað mál á hendur Mars Inc., sem framleiðir M og M-sælgætið, fyrir brot á hugverka- og auðkennarétti en sjónvarpsauglýsing frá fyrirtækinu sýnir bláa M og M-töflu, íklædda sama skrúða og Burck, leika á gítar.

Heldur Burck því fram að hann eigi einkarétt á vörumerkinu nakti kúrekinn og því sem augljóslega líkist því. Dómstóll í New York hefur nú úrskurðað að málið sé tækt fyrir rétti og að því verði fram haldið. Lögfræðingar Mars Inc. vilja ekki tjá sig um málið en Burck segist hafa farið gegnum langt ferli til að skrá vörumerki sitt og að mikilvægt sé að setja fordæmi. Hann krefst 100 milljóna dollara í skaðabætur auk málskostnaðar.

CNN greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×